Enski boltinn

Nýr samningur í smíðum fyrir Robben

NordicPhotos/GettyImages

Han Robben, faðir og umboðsmaður Arjen Robben hjá Chelsea, segir að félagið sé að undirbúa nýjan samning handa syni sínum. Hann segir Robben vera ánægðan hjá Chelsea, en bætir því við að hann hefði ekkert á móti því að spila fyrir Barcelona einn daginn.

"Ég skil þetta þannig að Chelsea vilji alls ekki selja hann undir neinum kringumstæðum og að hann sé stór partur af framtíðaráformum félagsins. Hlutirnir geta hinsvegar breyst á einni nóttu í fótboltanum og ég veit að ef hann færi frá Chelsea - yrði Barcelona einn af fyrstu kostum hans. Þegar allt er talið skiptir ekki öllu máli hvar þú spilar og ég veit að Chelsea er að undirbúa nýjan samning fyrir hann. Ég veit hinsvegar ekki hvað Chelsea myndi gera ef Barcelona gerði tilboð í hann," sagði umboðsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×