Enski boltinn

Chelsea heldur sínu striki

Frank Lampard fagnar marki sínu gegn City í kvöld
Frank Lampard fagnar marki sínu gegn City í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í sex stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Manchester City 1-0 á útivelli. Það var Frank Lampard sem skoraði sigurmark Chelsea úr vítaspyrnu á 28. mínútu leiksins eftir að brotið var á Salomon Kalou innan teigs.

Manchester City bjargaði líka skoti Lampard á marklínu og þá átti Shaun Wright-Phillips skot í þverslánna hjá fyrrum félögum sínum. Lið City var lítt ógnandi í leiknum og er liðið nú í verulegri fallhættu. City er sex stigum frá fallsvæðinu og á leik til góða, en sá leikur er gegn Arsenal.

Manchester United er í efsta sæti deildarinnar með 72 stig eftir 29 leiki, Chelsea hefur 66 stig, Arsenal 55 stig, Liverpool 53 stig og Bolton hefur 47 stig í fimmta sæti. Arsenal á leik til góða á hin liðin á toppnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×