Enski boltinn

Arsenal í þriðja sætið

NordicPhotos/GettyImages

Arsenal skaust í kvöld í þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Aston Villa á útivelli. Það var Abou Diaby sem skoraði slysalegt sigurmark gestanna í upphafi leiksins þegar hann stýrði óvart skoti Julio Baptista í netið. Diaby var síðar heppinn að tryggja villa ekki jafntefli þegar Freddie Ljungberg hreinsaði skot hans á eigið mark af marklínunni.

Arsenal hefur nú hlotið 55 stig og er í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Liverpool sem hefur 53 stig. Arsenal á þar að auki leik til góða á Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×