Enski boltinn

Vidic og Ferdinand klárir í slaginn

Nemanja Vidic verður klár gegn Bolton á laugardaginn
Nemanja Vidic verður klár gegn Bolton á laugardaginn NordicPhotos/GettyImages

Varnarmennirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand verða báðir með liði Manchester United á laugardaginn þegar liðið mætir Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Báðir höfðu verið tæpir vegna meiðsla, en Alex Ferguson hefur nú staðfest að þeir séu heilir.

"Nemanja var í vandræðum með nefið á sér en fór á spítala í morgun þar sem blóði var tappað úr nefinu á honum. Það urðu smávægilegar brjóskskemmdir, en hann er í fínu lagi. Sömu sögu er að segja af Rio - hann fór í myndatöku vegna meiðsla í rifbeinum, en hann er orðinn góður."

Þetta eru gleiðtíðindi fyrir Ferguson og hans menn, sem mega ekki við meiri meiðslum en þegar er orðið á lokasprettinum í deildinni. Liðið verður án þeirra Ole Gunnar Solskjær og Louis Saha fyrr en í fyrsta lagi eftir landsleikjahlé síðar í þessum mánuði, en Alan Smith náði þó að spila nokkrar mínútur fyrir liðið í afmælisleiknum í gær og verður væntanlega til taks eftir að Henrik Larsson fór aftur til Svíþjóðar. Þá er markvörðurinn Edwin van der Sar enn meiddur og Pólverjinn Tomas Kuszczak verður því væntanlega milli stanganna í leiknum gegn Bolton um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×