Enski boltinn

United hafði betur gegn Evrópuúrvalinu

NordicPhotos/GettyImages

Manchester United hafði 4-3 sigur á Evrópuúrvalinu í sérstökum hátíðarleik sem háður var á Old Trafford í kvöld. United var yfir 4-1 í hálfleik en minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig í þeim síðari. Evrópuliðið náði þá að minnka muninn í eitt mark en komst ekki lengra.

Wayne Rooney skoraði tvö mörk, Wes Brown eitt og Cristiano Ronaldo eitt beint úr aukaspyrnu fyrir Manchester United. El-Hadji Diouf skoraði tvö mörk fyrir Evrópuliðið og Florent Malouda eitt.

Leikurinn var haldinn í tilefni 50 ára afmælis Rómarsáttmálans og þátttöku United í Evrópukeppninni. Hátt í 75.000 manns sáu leikinn á Old Trafford og renna þær 1,25 milljónir punda sem söfnuðust í miðasölu óskertar til góðgerðamála.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×