Enski boltinn

Wenger: Meiðsli Henry eru franska landsliðinu að kenna

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segir þrálát meiðsli og lakari frammistöðu Thierry Henry á knattspyrnuvellinum í vetur skrifast á franska landsliðið. Henry hefur misst mikið úr með Arsenal í vetur og verður ekki meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsa - en hann hefur spilað hvern einasta landsleik með Frökkum síðan um miðjan ágúst.

"Í mínum huga hefur Henry þurft að líða fyrir lélegt skipulag hjá franska landsliðinu. Úrslitaleikurinn á HM var 9. júlí og ég gaf honum frí með Arsenal til 4. ágúst og gaf honum einnig frí í undankeppni Meistaradeildarinnar. Hann var samt kallaður í franska landsliðshópinn fyrir elik gegn Bosníu þegar hann var nýkominn til baka og þar var hann látinn spila 90 mínútur. Af hverju þurfti hann að spila svona mikið með landsliðinu svona skömmu eftir úrslitaleikinn á HM?

Við létum hann svo spila gegn Aston Villa í deildinni þann 19. ágúst því við vildum umfram allt vinna fyrsta leik liðsins á Emirates-vellinum, en síðan hefur hann spilað 90 mínútur í hverjum einasta landsleik og oft verið að niðurlotum kominn eftir þessa leiki. Það er afar súrt að vera að borga leikmanninum sínum laun og þurfa að vera að velja leiki til að láta hann spila af því hann er alltaf búinn eftir landsleikina," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×