Enski boltinn

Man Utd mætir Evrópuúrvalinu í kvöld

Henrik Larsson fagnar hér marki fyrir Manchester United, en hann verður fulltrúi Helsingborg í Evrópuúrvalinu í kvöld
Henrik Larsson fagnar hér marki fyrir Manchester United, en hann verður fulltrúi Helsingborg í Evrópuúrvalinu í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Í kvöld verður hátíðarleikur Manchester United gegn úrvalsliði Evrópu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 19:30. Hér er á ferðinni sérstakur afmælisleikur til að minnast 50 ára afmæli Rómarsáttmálans og þáttöku United í Evrópukeppninni og margar af helstu knattspyrnustjörnum heims verða á leikskýrslunni.

Lið Manchester United þekkja flestir, en í Evrópuúrvalinu verða margar af skærustu stjörnum Evrópu í eldlínunni undir stjórn Marcelo Lippi. Hér fyrir neðan má sjá úrvalslið Evrópu.

Markverðir: Oliver Kahn, Grégory Coupet, Iker Casillas.

Varnarmenn: Paolo Maldini, Jamie Carragher, Eric Abidal, Lilan Thuram, Carles Puyol, Marco Materazzi, Fabio Grosso.

Miðjumenn: Gianluca Zambrotta, Steven Gerrard, Juninho Pernambucano, Florent Malouda, Luis Miguel, Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Boudewijn Zenden.

Framherjar: Ronaldo, Alessandro Mancini, Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson, Robbie Fowler.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×