Enski boltinn

David Gill: Ronaldo mun framlengja við United

NordicPhotos/GettyImages

David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United, er ekki í nokkrum vafa um að Cristiano Ronaldo muni framlengja samning sinn við félagið. Ronaldo er 22 ára gamall og er samningsbundinn United til 2010, en vill gjarnan skrifa undir nýjan samning. Ronaldo hefur mikið verið orðaður við lið á Spáni að undanförnu.

"Ronaldo vill vera áfram hjá United og við viljum líka hafa hann áfram, svo ég er viss um að við munum komast að góðri niðurstöðu í málinu. Ég get fullvissað alla stuðningsmenn United um að Ronaldo mun ekki fara frá félaginu í sumar og það væri ef til vill eðlilegt að framlengja núverandi samning hans til ársins 2012 eins og samning Wayne Rooney," sagði Gill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×