Erlent

Græna línan rifin

Veggurinn hefur verið kallaður Græna línan og var settur upp árið 1974 þegar tyrkneskar hersveitir hernámu norðurhluta eyjunnar. Óvænt niðurrifið hófst í gær þegar jarðýtu var keyrt á múrinn. Samkvæmt talsmanni Kýpurstjórnar hafa stjórnvöld óskað eftir viðræðum við tyrknesk stjórnvöld um möguleikann á að opna landamærin.

Kýpurgrikkir vonast til að niðurrifið ýti úr vör ferli sem nái að sætta þjóðirnar tvær, grikki og tyrki, sem búa á miðjarðarhafseyjunni Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×