Erlent

Vinna að þróun umhverfisvænna orkugjafa

AP
Bandaríkin og Brasilía skrifuðu í dag undir samning um þróun umhverfisvænna orkugjafa. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að ef tækist að draga úr því hversu háð ríkin eru olíu mundi það hjálpa efnahag, öryggi og umhverfi landanna. Það voru Bush og Inacio Lula da Silva forseti Brasilíu sem skrifuðu undir samninginn. Silva sagði samninginn tímamót fyrir bílaiðnaðinn, orkuframleiðslugeirann og mannkyn allt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×