Enski boltinn

Shevchenko neitar að hafa rætt við þýskan fréttamann

Andriy Shevchenko á ferðinni gegn Porto í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.
Andriy Shevchenko á ferðinni gegn Porto í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. MYND/AP

Úkraínski skóknarmaðurinn Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, neitar því að hafa rætt við fréttamann hjá netmiðli þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD en í viðtali við hann á Shevchenko að hafa ráðist gegn Jose Mourinho, þjálfara Chelsea.

Á Shevchenko að hafa sagt að Mourinho kæmi ekki vel fram við hann vegna þess að það hefði verið Roman Abramovich, eigandi liðsins, sem vildi fá Shevchenko til liðsins en ekki Mourinho. „Þetta er algjört rugl. Ég hef aldrei rætt við þessa netsíðu eða blaðamanninn sem segist hafa tekið viðtal við mig," segir Shevchenko í samtali við breska ríkisútvarpið.

Shevchenko kom til Chelsea frá AC Milan í fyrrasumar fyrir litlar 30 milljónir punda en það tók hann nokkurn tíma að finna netmöskvana fyrir Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×