Erlent

Ísraelsher notaði mannlega skildi

Ísraelskur mannréttindahópur hefur sakað ísraelska herinn um að nota tvo unga palestínumenn sem mannlega skildi þegar þeir réðust inn á Vesturbakkann til þess að hafa hendur í hári öfgamanna. Hópurinn segist hafa vitnisburð frá þremur ungum drengjum.

Samkvæmt vitnisburði drengjanna voru þeir neyddir af hermönnum til þess að fylgja þeim hús úr húsi. Hermennirnir beindu byssum sínum að drengjunum allan tímann. Þeir settu drengina inn í húsin á undan þrátt fyrir að hafa búist við því að hitta fyrir vopnaða menn.

Samkvæmt alþjóðalögum og ísraelskum er ólöglegt að nota mannlega skildi. Ísraelska varnarmálaráðuneytið er að rannsaka atvikið sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×