Enski boltinn

Ronaldo í viðræðum við United

Ronaldo gerði fimm ára samning við United árið 2003 og framlengdi hann um tvö ár árið 2005.
Ronaldo gerði fimm ára samning við United árið 2003 og framlengdi hann um tvö ár árið 2005. NordicPhotos/GettyImages

Portúgalinn Cristiano Ronaldo er kominn í viðræður við Manchester United um framlengingu á samningi sínum við félagið. Þetta upplýsti hann í samtali við útvarpsstöð í heimalandi sínu. Ronaldo heldur því enn fram að hann vilji spila á Spáni.

"Við erum byrjaðir að tala saman og ég vona að við komumst að samkomulagi sem fyrst. Ekkert hefur enn verið ákveðið um framtíðina en ég er ánægður hjá Manchester United. Ég vil spila á Spáni einn daginn, en í augnablikinu vil ég vera hér. Það skiptir mig ekki máli hvort ég fer eftir tvö, fjögur eða fimm ár - ég er hamingjusamur og er hjá frábæru félagi núna," sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×