Erlent

Mannskæður bruni í Bronx

AP

Mannskæður eldsvoði varð í þriggja hæða íbúðablokk í Bronx-hverfinu í New York í nótt. Níu létust í brunanum, þar af átta börn. Þetta er einn mannskæðasti bruni í New York í seinni tíð segja borgaryfirvöld. Talsmaður slökkviliðs borgarinnar staðfesti tölu látinna í morgun. Minnst tíu að auki slösuðust í brunanum, þar af sex alvarlega.

Vitni og nágranna segja eldinn hafa skíðlogað og reykinn lagt um allt hverfið. Ekki er enn vitað um eldsupptök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×