Erlent

Deila Rússa og Írana enn óleyst

MYND/AP

Deilan á milli Rússa og Írana varðandi afborganir af kjarnorkuverinu sem Rússar ætla að byggja í Íran er enn óleyst. Þjóðirnar áttu sáttafund í dag en eftir sex tíma setu var fundinum slitið. Viðræðurnar halda áfram á morgun. Bandaríkin hafa reynt að setja pressu á Rússa til þess að koma í veg fyrir að þeir byggi kjarnorkuverið en þeir halda því fram að Íranar ætli sér að auðga úran í því og nota til vopnaframleiðslu.

Íranar áttu að borga Rússum 25 milljónir dollara í hverju mánuði en Rússar segja þá hafa misst af síðustu tveimur greiðslum. Íranar neita því. Stjórnmálaskýrendur segja að hugsanlega séu Rússar að gera sér þetta upp til þess að koma í veg fyrir alþjóðlega gagnrýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×