Erlent

Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum

Lögregla reynir hér að slökkva götuelda en töluvert er um þá núna.
Lögregla reynir hér að slökkva götuelda en töluvert er um þá núna. MYND/AFP
Íbúar í og við Christianshavn í Kaupmannahöfn reyna nú að forða bílum sínum og hjólum úr hverfinu en mótmælendur hafa farið að kveikja í bílum. Lögregla er byrjuð að nota táragas gegn mótmælendunum.

Stórir hlutar Nörrebrö eru nú þaktir táragasi og það hefur dregið töluvert úr mótmælendum. Sumir þeirra fluttu sig þá til christianshavn. Klukkan hálfníu í kvöld hafði lögregla handtekið nær 160 manns. Svo virðist sem að um 1.000 manns séu í og við Nörrebrö í kvöld. Ástandið hefur þó róast eitthvað miðað við hvernig það var þegar það var sem verst.

Slökkviliðsbílar komast ekki að eldunum en húsum í nágrenninu stafar ekki hætta af þeim sem stendur. Sjúkraflutningamenn eiga líka í erfiðleikum með að komast um svæðið en eitthvað er um að fólk hafi slasast í átökum við lögreglu. Einn mótmælandi skaddaðist alvarlega á hendi þegar að bensínsprengja sem hann hélt á sprakk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×