Erlent

McCain vill verða forseti

McCain hjá Letterman
McCain hjá Letterman AP

John McCain öldungardeilarþingmaður mun lýsa því yfir formlega að hann sækist eftir útnefningu repúblíkana til forsetaembættis í Bandaríkjunum. Þessu sagði hann frá í þætti David Letterman í gærkvöldi.

McCain sagði að formlegu yfirlýsingarinnar þyrfti að bíða fram í apríl. Kosningabarátta McCain er í raun löngu hafin en hann hefur rekið formlega kosningabaráttu síðan í nóvember. McCain er öldungardeildarþingmaður fyrir Arizona.

Rudolph Giuliani fyrrverandi borgarstjóri New York virðist hafa gott forskot á McCain þegar kemur að útnefningunni.

McCain, sem barðist meðal annars í Víetnam-stríðinu og var þar stríðsfangi í fimm á hefur verið einn helsti stuðningsmaður George Bush þegar kemur að stríðinu í Írak og er það talið vera honum fjötur um fót nú þar sem stríðið hefur aldrei verið óvinsælla. Þó hefur McCain verið andstæðingur Donalds Rumsfeld og meðal annars sagt hann þann versta varnarmálaráðherra sem gengt hefur því embætti.

Þá er McCain nú sjötugur og yrði orðinn 72 ef hann yrði kjörinn forseti og þar með sá elsti til að ná kjöri. Það er einnig talið hamla honum í baráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×