Erlent

Mannskætt flugdrekaslys

Ellefu týndu lífi og rúmlega hundrað slösuðust á árlegri vorhátíð í Austur-Pakistan í gærkvöldi og nótt. Komandi vori var þar fagnað nokkuð snemma og af því tilefni var flogið með mörg þúsund litríka flugdreka. Hleypt var af byssum út í loftið og urðu sumir fyrir byssukúlum.

Aðrir urðu í vegi fyrir strekktum strengjum flugdrekanna eða þá að þeir féllu af húsþökum þar sem teiti voru í fullum gangi. Harmleikir sem þessir eru algengir á hátíðinni ár hvert. Flugdrekar voru bannaðir í fyrra eftir að fjölmargir týndu lífi en þeir voru leyfðir aftur skömmu fyrir hátíðarhöldin um helgina. Bannið tók aftur gildi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×