Erlent

Vilja endurskoða heimild Bush til stríðsrekstrar í Írak

Getty Images

Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings undirbúa nú lagasetningu um að heimild Bush forseta frá árinu 2002 til stríðsrekstrar í Írak verði endurskoðuð og í stað hennar komi mun þrengri heimild.

Lagasetningunni er ætlað að hefja flutning bandarískra hermanna heim frá Írak og takmarka hlutverk þeirra í landinu. Búast má við því að öldungardeildarþingmenn repúblikana standi gegn frumvarpinu en þeir hafa þegar tvisvar komið í veg fyrir lagafrumvörp sem hafa gagnrýnt stefnu Bush í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×