Erlent

Norður-Kóreumenn bjóða Baradei í heimsókn

Mohamad El-Baradei
Mohamad El-Baradei Getty Images
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðið Mohamed El-Baradei yfirmanni Alþjóðakjarnorkumálastofnunar í heimsókn til landsins að ræða kjarnorkumál þess. Baradei segist vonast til þess að hann geti rætt fyrstu skrefin í átt til þess að Norður-Kórea láti af öllum kjarnorkuáætlunum sínum við stjórnvöld í Pyongyang. Fyrr í mánuðinum samþykktu Norður-Kóreumenn að hefja afvopnun gegn aðstoð í efnahags- og orkumálum í viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×