Erlent

Sýknaðir af ákæru um valdarán í Miðbaugs-Gíneu

Dómstóll í Pretoríu í Suður-Afríku hefur vísað frá máli á hendur átta málaliðum sem sakaðir voru um að leggja á ráðin um valdarán í Miðbaugs-Gíneu fyrir þremur árum.

Eftir því sem fram kemur á vef BBC voru mennirnir átta í stórum hópi sem handtekinn var í Simbabve árið 2004 grunaður um að útvega sér þar vopn fyrir valdaránið. Í hópnum var Sir Mark Thatcher, sonur Margaretar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann fékk skilorðsbundinn dóm og sekt fyrir aðild sína að málinu.

Alls sneru ríflega 60 manns úr hópnum til baka til Suður-Afríku frá Simbabve eftir að hafa setið þar í fangesli í rúmt ár. Meintur forsprakki hópsins, Bretinn Simon Mann, varð hins vegar eftir í Simbabve þar sem hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Til viðbótar hafa 23 málaliðar verið dæmdir í málinu í Miðbaugs-Gíneu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×