Erlent

Hvirfibylur veldur manntjóni í Mósambík

Fjórir eru látnir og að minnsta kosti 70 slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur gekk yfir sumarleyfisstað í Mósambík. Þúsundir húsa skemmdust í óveðrinu, þar á meðal sjúkrahúsið í bænum.

Þá olli hvirfilbylurinn, sem bar nafnið Favio, einnig rafmagnsleysi á stóru svæði. Auk þess sluppu um 600 fangar úr fangelsi í bænum sem eyðilagðist í bylnum.

Styrkur hans hefur nú minnkað og er telst hann nú hitabeltisstormur en yfirvöld óttast að rigningar sem fylgja hvassviðrinu geti bætt enn á hörmungarnar vegna flóða í miðju landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×