Erlent

Forsætisráðherrra Tsjads látinn

Pascal Yoadimnadji, forsætisráðherra Afríkuríkisins Tsjads, lést í nótt á sjúkrahúsi í París en þangað var flogið með hann eftir að hann hafði fengið hjartaáfall. Yoadimnadji var 56 ára að aldri og hafði verið forsætisráðherra í tvö ár að skipan forseta landsins, Idriss Deby, sem rændi völdum í landinu árið 1990. Í tilkynningu frá ríkisstjórn Tsjads lýsir hún yfir mikilli sorg vegna atburðarins og segir ráðherrann hafa þjónað landi sínu vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×