Erlent

Veggjalúsum fjölgar ört í Danmörku

Óværu, sem líkist veggjalús, varð nýverið vart á gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu og var gripið til eitrunar til að útrýma henni. Veggjalýs fjölga sér nú ört í Danmörku, að sögn Jótlandspóstsins, og hefur þurft að hreinsa þónokkur hótel út með eitri.

Að sögn blaðsins er hún líka að fjölga sér í Stokkhólmi og London og eru vísindamenn nú að kanna hvort hún sé ef til vill orðin ónæm fyrir hefðbundnu eitri. Veggjalús barst hingað til lands fyrir röskum hundrað árum, en henni var útrýmt um miðja síðustu öld. Hún lifir einkum í rúmum og nærist á blóði sofandi fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×