Innlent

Food and Fun hefst í dag - bein útsending frá setningu á Stöð 2

Hin árlega matar- og skemmtihátíð "Food and Fun " hefst í Reykjavík í hádeginu en þá setja Jóni Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Einar Kr. Guðfinnson sjávarútvegsráðherra hátíðina formlega frá Nordica-hótelin.

Hátíðin er nú haldin í sjötta sinn en með henni er ætlunin að kynna gæði íslenskra matvæla og veitingamennsku á nýstárlegan hátt. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum að undanfarin ár hafi hátíðin vakið mikla athygli erlendis og er nú gert ráð fyrir um fimmtíu erlendum fréttamönnum til að fylgjast með henni.

Þá koma til landsins heimskunni4 matreiðslumeistarar frá Bandaríkjunum og Evrópu og munu þeir koma sér fyrir í eldhúsum nokkurra bestu veitingahúsa höfuðborgarinnar og elda með íslenskum starfsbræðrum sælkeramáltíðir fyrir gesti þá daga sem hátíðin stendur yfir. Veitingastaðirnir eru Apótekið, DOMO, Einar Ben, Silfur, Hótel Holt, Grillið, La Primavera, Perlan, Rauðará, Salt, Sjávarkjallarinn, Siggi Hall og Vox.

Þá verður haldin alþjóðleg keppni matreiðslumeistara á laugardag í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Keppnin hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16.

Sýnt verður beint frá setningu Food and Fun hátíðarinnar í hádegisfréttum Stöðvar 2 á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×