Fótbolti

Klerkar í knattspyrnu

Benedikt XVI páfi tekur hér við sérmerktri treyju frá knattspyrnuáhugamönnum, en ekki fylgdi fréttinni hvort sá gamli tekur þátt í Klerkamótinu
Benedikt XVI páfi tekur hér við sérmerktri treyju frá knattspyrnuáhugamönnum, en ekki fylgdi fréttinni hvort sá gamli tekur þátt í Klerkamótinu NordicPhotos/GettyImages

Því er oft haldið fram kaþólska og knattspyrna séu helstu trúarbrögð Ítala. Þessi tvö stóru áhugamál þjóðarinnar munu nú fara saman á laugardaginn þegar knattspyrnumót sem nefnt hefur verið Klerkabikarinn hefur göngu sína í Rómarborg.

Það er íþróttamiðstöð Ítalíu sem stendur fyrir þessu uppátæki en þar munu menn sem eru að læra til prests frá hinum ýmsu prestaköllum á Rómarsvæðinu mæta áhuga- knattspyrnumönnum frá yfir 50 löndum.

Talsmaður klerka segir mikilvægt að vekja núverandi og verðandi leiðtoga innan stéttarinnar til umhugsunar um gildi íþrótta í leik, námi og starfi.

Dómgæslan á Klerkamótinu verður nokkuð óhefðbundin, því þar verða aðeins gefin blá spjöld fyrir brot sem teljast óþarflega gróf. Verður þeim sem fá að líta spjöldin gert að setjast niður í nokkrar mínútur og athuga sinn gang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×