Enski boltinn

Vilja ekki afnema aukaleiki

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins hafna þeim hugmyndum knattspyrnustjóra að afnema aukaleiki í ensku bikarkeppninni. Menn á borð við Arsene Wenger hjá Arsenal og Glenn Roeder hjá Newcastle hafa látið í ljós óánægju sína með núverandi fyrirkomulag og vilja meina að álagið sé nóg svo ekki bætist við enn fleiri leikir.

"Það eru engin áform uppi um það að afnema aukaleiki í bikarkeppninni og þeir eru reyndar fastur liður í langri og góðri hefð keppninnar," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×