Enski boltinn

Ég myndi ekki ráðast á félaga minn með golfkylfu

NordicPhotos/GettyImages

Norski landsliðsmaðurinn Morten Gamst Pedersen hjá Blackburn hefur fordæmt meinta golfkylfuárás Craig Bellamy á John Arne Riise, en segir félaga sinn eiga eftir að komast yfir hana. Pedersen spilaði á sínum tíma með Bellamy hjá Blackburn.

"Ég myndi aldrei ráðast á liðsfélaga minn með golfkylfu, það er á hreinu. Ég hef ekki talað almennilega við John Arne en þetta var sannarlega óheppileg uppákoma. John er atvinnumaður fram í fingurgóma og ég veit að hann á eftir að hrista þetta af sér," sagði Pedersen og sagði að þó hegðun enskra knattspyrnumanna í gegn um tíðina hafi oft verið ansi svæsin, væri hún að skána.

"Þetta var miklu verra hér áður, því þá máttu leikmenn gera nánast hvað sem þeir vildu. Nú er annað uppi á teningnum og ef þú leggur þig allan fram á æfingum og ert félagi þínu til sóma ertu í góðum málum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×