Enski boltinn

Bellamy sektaður um 10 milljónir

NordicPhotos/GettyImages

Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hjá Liverpool verður sektaður um rúmlega tíu milljónir króna fyrir átök sín við norska landsliðsmanninn John Arne Riise á dögunum ef marka má fréttir úr bresku blöðunum í dag.

Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool lýsti því yfir í gær að þeir sem brytu agareglur liðsins í æfingabúðunum fengju harðar sektir en tók fram að andinn í herbúðum liðsins sé mjög góður nú rétt fyrir leikinn mikilvæga gegn Barcelona í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×