Enski boltinn

Eggert: Pardew varð að víkja

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið News of the World hefur eftir Eggerti Magnússyni að það hafi verið óhjákvæmilegt að víkja Alan Pardew úr starfi á sínum tíma því mikil spenna hafi verið komin í búningsherbergi West Ham og að Pardew hafi ekki ráðið við leikmenn sína. Pardew stýrir nýja liði sínu Charlton gegn West Ham í miklum fallslag um næstu helgi.

"Það var engin ástæða til að tala um það opinberlega á sínum tíma, en það réði miklu um að Pardew var látinn fara að andrúmsloftið í búningsherbergjunum var orðið mjög spennuþrungið. Við ákváðum því að skera á þetta krabbamein," segir Eggert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×