Enski boltinn

Ferguson hrósaði Reading

AFP

Sir Alex Ferguson var nokkuð ánægður með leik sinna manna í jafnteflinu við Reading í dag en sagði sína menn hafa farið illa með færin. Hann bætti því við að þó Reading hefði verið með lukkuna á sínu bandi á Old Trafford, ætti liðið heiður skilinn fyrir baráttu sína.

Michael Carrick kom heimamönnum í Manchester United í 1-0 á lokasekúndum fyrri hálfleiks og fátt benti til annars en að United færi í 8-liða úrslitin. Baráttuglaðir Reading-menn lögðu þó ekki árar í bát og uppskáru fallegt jöfnunarmark þegar Brynjar Björn Gunnarsson skallaði boltann í þverslána og inn eftir hornspyrnu.

Liðin þurfa því að mætast á ný á Madejski stadium þann 27. þessa mánaðar til að skera úr um hvort liðið fer í 8-liða úrslitin í elstu bikarkeppni í heimi. "Mér fannst liðið spila ágætlega í dag og fannst við eiga skilið að vinna, en sagan segir að maður verði að nýta fjórðung færa sinna til að vinna bikarleik og sú var raunin í dag. Reading hafði ef til vill heppnina með sér í dag, en þeir börðust eins og ljón og uppskáru fín úrslit," sagði Ferguson, sem hefur ekki áhyggjur af því að þurfa að spila enn einn leikinn í þegar þéttri töflu framundan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×