Enski boltinn

Chelsea lagði Norwich

NordicPhotos/GettyImages

Chelsea er komið í 8-liða úrslitin í enska bikarnum eftir 4-0 sigur á baráttuglöðu liði Norwich. Shaun Wright-Phillips kom Englandsmeisturunum í 1-0 í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom liðinu í 2-0 í upphafi þess síðari. Shevchenko og Essien innsigluðu svo öruggan sigur Chelsea með mörkum á lokamínútunum.

West Brom tryggði sér aukaleik á heimavelli gegn Middlesbrough eftir að liðin skildu jöfn 2-2 á Riverside. Það var gamla kempan Kevin Phillips sem tryggði West Brom jafnteflið með marki á 58. mínútu.

Watford sigraði Ipswich 1-0 og Plymouth lagði Derby 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×