Enski boltinn

Real Madrid hefði geta fengið Ronaldo

NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum unglingaliðsþjálfari Sporting Lissabon í Portúgal segir að Real Madrid hafi á sínum tíma hafnað tækifæri til að fá Cristiano Ronaldo til liðs við sig árið 2003. Madrid hefur verið orðað við Ronaldo í vetur í kjölfar einstakrar spilamennsku hans með Manchester United.

"Ég var í Madrid árið 2003 þar sem ég var að ná í þjálfunarréttindi mín og þá höfðu útsendarar Real þegar fylgst vel með Ronaldo. Þeir virtust hafa nokkurn áhuga á honum og ég gaf honum gott orð sjálfur, en ég veit ekki af hverju þeim snerist hugur," sagði þjálfarinn sem vann með Ronaldo þegar hann var á aldrinum 13-16 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×