Enski boltinn

Larsson: Ég fer aftur til Svíþjóðar

AFP

Sænski markahrókurinn Henrik Larsson hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá Manchester United og segist harðákveðinn í að snúa aftur til Helsingborg þann 12. mars þegar lánssamningur hans rennur út.

Margir af leikmönnum United hafa farið þess á leit við Larsson að hann framlengi veru sína hjá liðinu út leiktíðina, því framherjinn hefur slegið í gegn á Englandi eins og reyndar allsstaðar þar sem hann hefur leikið á ferlinum.

"Þetta er búið að vera mikið ævintýri fyrir mig síðan ég kom í janúar, en ég mun fara aftur til Svíþjóðar þann 12. mars þegar samningnum líkur. Það hefur komið mér á óvart hvað ég hef fengið að spila mikið síðan ég kom og þetta er búin að vera frábær reynsla fyrir mig," sagði sá sænski. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×