Erlent

Franskur landhelgisbrjótur í færeyskri lögsögu

Danska varðskipið Hvítabjörninn sem oft hefur viðkomu í Reykjavíkurhöfn er nú að elta franskt fiskiskip sem er grunað um að hafa verið að ólöglegum veiðum innan færeysku lögsögunnar. Að sögn Færeyska útvarpsins í morgun ætlaði áhöfn varðskipsins að snúa franska skipinu til hafnar í Þórshöfn en þá slökktu skipverjar öll siglingaljós og settu á fulla ferð út úr lögsögunni.

Varðskipsmenn reyndu að hindra för þess en þá skullu skipin saman. Þau eru nú komin inn í breska lögsögu og eru embættismenn í nokkrum löndum að ráða ráðum sínum um lausn málsins.

Frétt um málið á vef Færeyska útvarpsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×