Enski boltinn

Arsenal áfram eftir ótrúlegan leik

Varamaðurinn Freddie Ljungberg skoraði annað mark sitt á leiktíðinni í kvöld
Varamaðurinn Freddie Ljungberg skoraði annað mark sitt á leiktíðinni í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Arsenal er komið í fimmtu umferð enska bikarsins eftir 3-1 sigur á Bolton í ótrúlegum leik í kvöld þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Arsenal hafði virtist vera með unninn leik í höndunum eftir að Adebayor kom liðinu yfir, en Meite jafnaði fyrir Bolton í blálokin á venjulegum leiktíma.

Það var svo gamli refurinn Freddie Ljungberg sem kom Arsenal yfir í framlengingunni og Adebayor tryggði gestunum frá Lundúnum sigurinn með marki á lokaandartökum framlengingarinnar. Arsenal vann verðskuldaðan sigur í kvöld og misnotuðu bæði Gilberto og Baptista vítaspyrnur í leiknum.

Arsenal mætir Blackburn á heimavelli sínum í fimmtu umferðinni og fer sá leikur fram strax um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×