Enski boltinn

Queiroz: Ronaldo veit að United er besta félag í heimi

NordicPhotos/GettyImages

Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, hefur skorað á landa sinn Cristiano Ronaldo að fara ekki frá félaginu. Hann segir Ronaldo vel geta fullkomnað glæstan feril sinn hjá enska félaginu og segir að hann geti orðið einn besti leikmaður í sögu félagsins.

"Ronaldo gæti orðið tákn Manchester United fljótlega ef hann heldur áfram á sömu braut og því er engin ástæða fyrir hann að fara. Hann veit að Manchester United er besta knattspyrnufélag í heiminum og í augnablikinu dettur mér enginn knattspyrnumaður í heimi í hug sem hefur spilað eins vel og Ronaldo á jafn stöðugan hátt. Lið United í dag er á góðri leið með að verða besta lið sem félagið hefur átt lengi og það væri því afar óheppilegt af honum að fara þegar liðið er að afreka frábæra hluti," sagði Queiroz.

Ronaldo hefur verið þrálátlega orðaður við félög á Spáni á undanförnum vikum og eru stuðningsmenn Manchester United orðnir mjög hræddir um að missa gulldrenginn sinn. Leikmaðurinn sjálfur hefur ekkert gefið upp um áform sín annað en það að hann stefni á að verða betri og betri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×