Enski boltinn

Everton kaupir Tim Howard

Tim Howard
Tim Howard NordicPhotos/GettyImages
Everton festi í dag formlega kaup á bandaríska landsliðsmanninum Tim Howard frá Manchester United og hefur hann skrifað undir fimm ára samning við Everton. Howard hefur verið í láni hjá Everton í vetur og hefur á þeim tíma stimplað sig inn sem aðalmarkvörður liðsins. Kaupverðið var ekki gefið upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×