Enski boltinn

Bolton - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld

NordicPhotos/GettyImages

Leikur Bolton og Arsenal í enska bikarnum verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending 19:55. Arsene Wenger segir sína menn ekki óttast neitt þó liðið hafi tapað þremur síðustu leikjum sínum á útivelli gegn Bolton.

Leikurinn í kvöld er aukaleikur liðanna eftir að þau gerðu 1-1 jafntefli í á heimavelli Arsenal þann 28. janúar þar sem Kevin Nolan kom Bolton yfir en Kolo Toure jafnaði fyrir Arsenal.

Þeir Kevin Davies og Abroulaye Faye verða ekki með Bolton í kvöld og Gary Speed og Abdoulaye Meite eru tæpir. Ivan Campo hefur jafnað sig af flensu og verður væntanlega í hópnum í kvöld.

Thierry Henry og Jens Lehmann verða ekki með Arsenal í kvöld, en búist er við því að þeir Freddie Ljungberg, Alexander Hleb og Johan Djourou eru komnir aftur eftir meiðsli. William Gallas er frá vegna meiðsla líkt og Mathieu Flamini og Philip Senderos er í leikbanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×