Innlent

Tvær kærur til viðbótar á Guðmund í Byrginu

Tvær konur til viðbótar hafa lagt fram kæru á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Kærurnar eru því orðnar sex talsins.

Seint á mánudaginn bárust sýslumanni á Selfossi kærur frá tveimur konum. Kærurnar varða meint kynferðislegt samband í Byrginu og beinast gegn Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex konur hafa því kært Guðmund og lúta allar kærurnar að kynferðislegu sambandi hans og skjólstæðinga hans á Byrginu. Að sögn sýslumanns snýst rannsóknin nú um að rannsaka gögn sem hafa fylgt kærunum, tölvupósta og fleira og verið er að staðreyna hvað hafi gerst.

Sjálfur hefur Guðmundur látið í veðri vaka á opinberum vettvangi að hann muni leggja fram kærur er snúast um kynferðissambönd í Byrginu, en embættinu hafa ekki borist kærur frá forstöðumanninum fyrrverandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×