Enski boltinn

Stuðningsmenn West Ham ósáttir við Curbisley

NordicPhotos/GettyImages

Vandamálin hrannast upp hjá Alan Curbishley knattspyrnustjóra West Ham. Leikmenn liðsins eru sagðir óánægðir með stjórnarstíl hans og rúmlega helmingur stuðningsmanna liðsins vill láta reka hann. Þá gæti West Ham misst stig í úrvalsdeildinni vegna félagaskipta Carlosar Tevez og Javiers Masherano.

Óformleg skoðanakönnum á meðal stuðningsmanna West Ham sem framkvæmt var eftir tapleikinn gegn Watford á laugardag leiddi í ljós að 57% prósent vill að Eggert Magnússon reki Alan Curbishley. Curbishley tók við af Alan Pardew sem var látinn taka pokann sinn um miðjan desember. Liðið er nú í 18.sæti fimm stigum á eftir Wigan sem á leik til góða. Aðeins kraftaverk virðist nú geta bjargað liðinu frá falli.

Að sögn enskra fjölmiðla ríkir hálfgert uppreisnarástand hjá leikmönnum liðsins en Curbishley ákvað að tvöfalda æfingaálagið á leikmennina á næstu vikum. Knattspyrnustjórinn hefur einnig verið óheppin með meiðsli lykilmanna en nýju leikmennirnir Lucas Neill og Matthew Upson eru meiddir ásamt nokkrum öðrum sterkum leikmönnum.

Þá er enn verið að rannsaka félagaskipti argentínsku leikmennina Carlos Tevez og Javier Masherano til West Ham og hugsanlega hefur félagið óhreint mjöl í pokahorninu ef það kemur í ljós þá getur félagið átt það á hættu að missa stig í ensku úrvalsdeildinni en Argentínumennirnir komu áður en Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon eignuðust félagið. Hörður Magnússon greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×