Enski boltinn

Stjörnufans í hátíðarleik á Old Trafford

NordicPhotos/GettyImages

Manchester United mun halda sérstakan hátíðarleik á Old Trafford þann 13. mars nk. þar sem haldið verður upp á 50 ára afmæli fyrsta Evrópuleiks félagsins. Manchester United mætir þar sérstöku Evrópuúrvali sem þjálfað verður af Marcelo Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara Ítala.

Sir Alex Ferguson hefur lofað að stilla upp sínu sterkasta liði og jafnvel er reiknað með því að leikurinn verði kveðjuleikur sænska framherjans Henrik Larsson. Í Evrópuliðinu hefur þegar verið staðfest að þeir Steven Gerrard og Jamie Carragher frá Liverpool taki þátt, en leikmenn Chelsea og Arsenal geta ekki tekið þátt í leiknum vegna anna.

David Beckham verður í liði Evrópu og mætir þar sínum gömlu félögum í Manchester United á gamla heimavellinum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×