Enski boltinn

Diarra var nálægt því að fara frá Chelsea í janúar

NordicPhotos/GettyImages

Lassana Diarra, leikmaður Chelsea, hefur nú upplýst að hann hafi verið kominn á fremsta hlunn með að fara frá félaginu í janúar. Diarra hafði ekki fengið mikið að spreyta sig síðan hann kom til Chelsea árið 2005, en hefur staðið sig vel í þeim þremur leikjum í röð sem hann hefur verið í byrjunarliðinu undanfarið.

"Ég ætlaði að fara í janúarglugganum en Jose Mourinho bað mig að vera áfram. Hann lofaði mér ekki sæti í byrjunarliðinu, en sagði mér að ég myndi fá mitt tækifæri og það hef ég nú fengið. Liðið vann þessa leiki og mér gekk ágætlega. Ég er samningsbundinn Chelsea og því ætla ég að vera hérna áfram. Það er mikilvægt að reyna að byggja á þeirri miklu vinnu sem ég hef lagt í hérna hjá félaginu," sagði Diarra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×