Erlent

Grunur um sex fuglaflensutilvik

MYND/AP

Grunur leikur á að sex Egyptar hafi smitast af H5N1 banvænum stofn fuglaflensu. Allir hafa þeir farið í rannsókn og er beðið eftir niðurstöðum. Allir einstaklingarnir eru frá þorpi nærri bænum Fayoum og eru á aldrinum þriggja til fertugs. Ein þeirra sem rannsökuð hefur verið er 24 ára kona og er hún þungt haldin.

Sautján ára egypsk stúlka lést á í byrjun síðustu viku eftir að hafa greinst með  fuglaflensuveiru af gerðinni H5N1. Hún er sú tólfta í Egyptalandi sem lætur lífið eftir að hafa fengið veiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×