Erlent

Ræða Pútín kom á óvart

Ræða Pútín þótti einkar orðhvöss.
Ræða Pútín þótti einkar orðhvöss. MYND/AP

Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hissa og vonsvikin á ásökunum Vladímír Pútín Rússlandsforseta í þeirra garð. Pútín gagnrýndi bandarísk stjórnvöld harðlega fyrr í dag fyrir að gera heiminn að mun hættulegri stað með stefnu sinni sem miðaði aðeins drottnun þeirra.

Pútín sagði þetta í ræðu sem hann hélt í Þýskalandi en stjórnmálaskýrendur segja hann aldrei á sinni sjö ára valdatíð hafa verið jafn harkalegan í orðum sínum gegn Bandaríkjunum.

Fulltrúar Hvíta hússins segja áskanarnir koma sér óvart enda séu þær rangar. Þrátt fyrir það búast þau við áframhaldandi samstarfi við rússnesk stjórnvöld svo sem í baráttunni gegn hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×