Erlent

Átök í Jerúsalem

AP

Átök brutust út við Al Aqsa-moskuna í Jerúsalem nú áðan. Ísraelska herlögreglan réðist inn í moskuna þar sem fyrir voru palestínskir verkamenn sem hentu grjóti í lögregluna. Verkamennirnir mótmæla framkvæmdum Ísraelsmanna við moskuna og segja þá vanhelga hana.

Lögreglumennirnir mættu mótmælendunum með gúmmíkúlum og handsprengjum. Ekki er vitað enn hvort einhver hafi slasast í átökunum. Einhverjar róstur voru víða í Jerúsalemborg í morgun en múslimaklerkar hafa lýst daginn í dag dag reiðinnar og skipulagt mótmæli víða í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×