Erlent

Náttúruleg heimkynni órangútana í hættu

Hætt er við því að órangútanar tapi náttúrulegum heimkynnum sínum endanlega á næstu fimmtán árum verði ekkert að gert mjög fljótlega. Skógar Súmötru og Borneó eru heimkynni órangútana en þar er stundað ólöglegt skógarhögg.

Um 60 þúsund órangútanapar lifa nú villtir á eyjunum og teljast til tegunda í útrýmingarhættu. Um 98 prósent náttúrulegra regnskóga verða horfnir á eyjunum með sama áframhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×