Enski boltinn

Arteta vill fara aftur til Spánar

NordicPhotos/GettyImages
Miðjumaðurinn Mikel Arteta hjá Everton segir að hann hafi fullan hug á því að fara aftur til Spánar að spila, en segist þó ánægður í herbúðum enska liðsins. "Ég væri til í að fara aftur þangað, en ef félög hafa áhuga á mér, verða þau að ræða við Everton fyrst," sagði Arteta, sem hefur mikið verið orðaður við félög eins og Atletico Madrid undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×