Enski boltinn

Lehmann á förum frá Arsenal?

NordicPhotos/GettyImages

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal hefur látið í það skína að hann verði ekki mikið lengur í herbúðum liðsins. Í samtali við Kicker í dag sagðist Lehmann ekki sáttur við stefnu Arsenal að bjóða leikmönnum yfir þrítugt aðeins eins árs samninga.

"Mér líður ágætlega í London og ég kann vel við félagið, en ég útiloka ekki að fara til Spánar eða Þýskalands," sagði Lehmann sem verður samningslaus í sumar. "Ég er að spila því ég vil verða mér út um nýjan samning. Mér er sama hvort ég verð hér áfram í eitt eða tvö ár, en ég er ekki búinn að gera upp hug minn varðandi framtíðina," sagði hinn 37 ára gamli landsliðsmarkvörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×