Erlent

Dæmdur fyrir að gera 11 ára stúlku ófríska

Dómstóll í Frakklandi dæmdi ungan mann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft mök við og gert 11 ára stúlku ófríska. Dómurinn féllst ekki á ásakanir fjölskyldu stúlkunnar um að maðurinn hefði nauðgað henni, en hann var átján ára þegar atvikið varð. Stúlkan fæddi barnið í mars á síðasta ári og hafa foreldrar hennar hjálpað henni að annst það. Í dómsorði segir að manninum hefði átt að vera ljóst að sökum ungs aldurs hefði stúlkan ekki haft andlegan þroska til að stunda kynlíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×